Hafa samband

Sendu okkur línu Netfang: simamenn@simamenn.is
Sími: 580-5200
Fax: 580-5220
Kjaramál

Kjarasamningur FÍS

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast gildandi kjarasamning á PDF formi og einnig sem Word skjal.
 

pdfKjarasamningur á PDF formati

docKjarasamningur á Word formati

Mikilvægi þess að skilja réttindi sín og vera vel heima í kjaramálum félagsins.
 

Kjaramál eru einn viðamesti þátturinn í starfsemi stéttarfélags ásamt því að vera það málefni sem skiptir launafólk hvað mestu máli. Þess vegna er mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa greiðan aðgang að öllum upplýsingum um kjaramál og réttindi og vera vel heima í hvoru tveggja.
 

Sem dæmi má nefna þegar veikindi eða slys ber að höndum. Þá er gott að geta leitað til stéttafélagsins og notið þeirra réttinda og verndar sem félagið veitir í krafti félagslegrar samstöðu og kjarasamnings.

  

Vakni upp spurningar um eitthvað tengt réttindum þínum á vinnumarkaði eða ef þig vantar upplýsingar um menntunarstyrki, lífeyrismál,sjúkrasjóð, orlofsmál eða hvað annað sem þú vilt skoða þá skaltu ekki hika við að hafa samband.
 

simamenn vinna07

Ef þú ert ekki félagi hafðu þá samband við okkur og fáðu upplýsingar um inngöngu og þau réttindi sem aðild að stéttarféalagi veitir þér.
 

Með því að vera félagsmaður átt þú rétt á þjónustu frá félaginu þínu.

Það getur t.d verið:


• túlkun kjarasamninga en starfsmenn RSÍ og FÍS sjá um að túlka vafaatriði sem koma upp á vinnustöðum varðandi réttindi starfsmanna. Þó bendum við alltaf á að hafa fyrst samband við trúnaðarmann starfsfólks. Verkefni trúnaðarmannsins er að aðstoða og leiðbeina fólki með réttindamál. Ef enginn trúnaðarmaður er kjörinn þá er hægt að snúa sér beint að starfsfólki skrifstofunnar sem að þá gengur í málið.
 

• að fá aðstoð við að yfirfara launaseðla og útskýra sundurliðuanir þeirra
 

• réttindi úr sjúkrasjóði í veikindatilfellum, en ef að þú ert greiðandi í félagið átt þú rétt á sjúkradagpeningum, endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar og krabbameinsskoðunar ofl.
 

• réttur til greiðslu úr menntasjóði á hverju ári. Námskeiðsstyrkur er núna 35 þús á ári
 

• úthlutun orlofshúsa en félagið á og rekur fjölda húsa sjá nánar á rafis.is
 

• íbúðir í Reykjavík á vægu verði en félagið á og rekur 6 íbúðir
 

• félagið sér um fræðslu fyrir trúnaðarmenn og aðra sem sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið.
 

• félagið er með samstarfssamning við Stafir lífeyrissjóð, um aðstoð við félagsmenn varðandi útfyllingu ýmissa umsókna svo sem ellilífeyri, makalífeyri og örorkulífeyri ofl.


Ennfremur ert þú kjörgengur til starfa fyrir félagið þitt og getur þar með haft áhrif á stöðu mála. Aðalfundur er haldinn á hverju ári.