Hafa samband

Sendu okkur línu Netfang: simamenn@simamenn.is
Sími: 580-5200
Fax: 580-5220

Hvað gerir FÍS fyrir mig?

spurning_icon Með því að gerast félagi í FÍS ert þú orðinn meðlimur í Rafiðnaðarsambandi Íslands.
Kynntu þér réttindi þín hér
Saga félagsins

Athyglisverðir atburðir úr sögu félagsins

1915: Félagið stofnað

Félag íslenzkra símamanna stofnað þann 27. febrúar. Það var fyrsta stéttarfélag sem opinberir starfsmenn stofnuðu. Sama ár hófst útgáfa Símablaðsins, sem þá hét Ektron. Frá þeim tíma kom blaðið út á hverju ári og var það með samfelldustu útgáfusögu stéttarmálgagns á Íslandi þar til útgáfunni var hætt árið 1996. Símamenn knúðu fram kjarabætur á þessu ári, en lög sem bönnuðu verkföll opinberra starfsmanna voru sett þeim til höfuðs.(voru afnumin árið 1976 eða 61 ári síðar.)

simamenn vinna

1919: Samband starfsmanna ríkisins stofnað

Félag Íslenzkra Símamanna ásamt fjórum öðrum félögum, Prestafélagi Íslands, Félagi lögfræðislegra embættismanna og annarra starfsmanna, Félagi embættismanna og annarra starfsmanna við skóla og söfn ríkisins og Póstmannafélaginu stofna Samband starfsmanna ríkisins. Það starfaði í 10 ár. Tilgangur félagsins var að „efla hag og sóma ríkisstarfsmanna, auka skilning á gildi starfsmanna ríkisins fyrir þjóðfélagið og réttmætum kröfum þeirra, efla samheldni, koma sameiginlega fram og veita einstölum félögum aðstoð“.

1931: Hressingarhæli eða sumarhús?

Á fyrri hluta 20. aldar var aðstaða símamanna til að njóta frístunda ekki mikil. Í fyrsta lagi voru sumarfrí stutt og í öðru lagi tekjur litlar. Menn höfðu hug á að bæta úr þessu með því að byggja sumarhús, sem í byrjun var kallað hressingarhæli. Reynt var að finna einhvern stað ekki of fjarri Reykjavík. Á fundi 12. júní 1931 var samþykkt að byggja hús að Vatnsenda við Elliðavatn. Byrjað var að byggja sumarbústaðinn í sama mánuði og lauk verkinu í lok september. Húsið var 70 fermetrar að grunnfleti á tveim hæðum auk kjallara. Þannig höfðu símamenn forystu í sumarbústaðamálum meðal samtaka launafólks á Íslandi. Árið 1934 byggðu símamenn orlofshús í Vaglaskógi, 1936 í Tungudal og 1939 í Egilstaðarskógi.

1935: Starfsmannareglur

Á 20 ára afmæli Félags Íslenskra Símamanna þann 27. febrúar 1935, setti Haraldur Guðmundsson, atvinnumálaráðherra, reglugerð um starfsemi og starfsmenn Landsímans. Þá voru 30 ár liðin frá því að Landssími Íslands hóf starfsemi. Á þeim tíma sem liðinn var hafði oft skorist í odda milli starfsmanna og stjórnvalda. Stjórnvöld höfðu tilhneigingu til að beita geðþóttaákvörðunum við stjórnun og stöðuveitingar og sniðgengur reglur um kaup og kjör. Þegar reglugerðin var sett fólst í henni mikil réttindabót. Dagsetning á reglugerðinni undirstrikaði þann vilja ráðherra. Hún var eins konar afmælisgjöf til FÍS á afmæli félagsins.

simamenn vinna02

1942: B.S.R.B.

14. febrúar hefur F.Í.S. forgöngu ásamt 13 öðrum félögum um stofnum B.S.R.B

1950: Ólöglegt verkfall - 17% kaphækkun

F.Í.S. undirbýr ólöglegt verkfall, en á elleftu stundu eða rétt fyrir kl.24:oo á miðnætti þegar símamenn voru tilbúnir að ganga út af vinnustað, var samið við félagið um 17% kauphækkun, sem síðan gekk til allra starfsmanna ríkisins!

simamenn vinna03

1953: Starfsmannaráð

20. júlí hóf Starfsmannaráð Landssíma Ísland störf að undirlagi F.Í.S.

1962: Samningsréttur

Næst fram samningsréttur án verkfallsréttar.

1970: 44% launahækkun

Tæknistéttir símamanna fá u.þ.b. 44% launahækkun eftir að framkvæmt hafði verið starfsmat.

simamenn vinna04

1974: Sérkjarasamningar

Næst fram samningsréttur um sérkjarasamninga. (um starfsheiti í heildarkjarasamningum B.S.R.B.).

1976: Bann við verkföllum afnumið

Lögin frá 1915 um bann við verkföllum numin úr gildi.

1977: Fyrsta verkfall B.S.R.B.

Fyrsta verkfall B.S.R.B. (og þar með F.Í.S.)

1984: Lengsta verkfall B.S.R.B.

F.Í.S. Fer í sitt lengsta verkfall ásamt öðrum ríkisstarfsmönnum, verkfallið hófst í október og stóð í mánuð.

1986: Sjálfstæður samningsréttur F.Í.S.

F.Í.S. fær sjálfstæðan samningsrétt ásamt öðrum félögum opinberra starfsmanna.

1987:Verkfall

F.Í.S. fer í verkfall sem stóð í tæpan sólarhring og samdi um einhverjar mestu kjarabætur í sögu félagsins.

1996: Lagabreyting vegna hlutafélagavæðingar

F.Í.S. breytir lögum sínum þannig að það geti starfað á opnum markaði eftir að Póst og símamálastofnuninni var breytt í hlutafélag og félagsmenn eru ekki lengur opinberir starfsmenn.

1997: Forgangsréttarákvæði

Í janúar nær F.Í.S. fram að semja um forgangsréttarákvæði fyrir þau störf sem það hafði samið um áður og gerir sinn fyrsta kjarasamning í á grundvelli forgangsréttar á opnum markaði eftir að sótt hafði verið að því úr mörgum áttum. Hluti af aðalkjarasamningi var gerður í janúar (fyrir þá sem ráðnir voru eftir áramótin 1996-1997).

Þjóðhátíðarsamningarnir svonefndu voru undirritaðir að morgni 18.júní eftir vökunótt á þjóðhátíð landsmanna. Félagið því komið á kortið á opnum markaði!!

1998: Umsókn um inngöngu í Rafiðnaðarsambandið

Félagið sækir um inngöngu í Rafiðnaðarsamband Íslands og breytir lögum sínum til samræmis við lög annarra aðildarfélaga RSÍ.

Samþykkt í atkvæðagreiðslu í desember af 93.5% þeirra félagsmanna sem greiddu atkvæði að segja félagið úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og frá og með 1. janúar 1999 og ganga til liðs við R.S.Í.

1999: F.Í.S. gengur í Rafiðnaðarsambandið

Félagið gengur formlega í Rafiðnaðarsamband Íslands á 14.sambandsþingi R.S.Í. þann 22. apríl eftir að A.S.Í. hefur reynt að koma í veg fyrir að það geti gerst. A.S.Í neitar félaginu um inngöngu í samtökin eftir að V.R. hefur gert athugasemdir við inngöngu félagsins í R.S.Í.

2001: Fyrstu kjarasamninga á vegur R.S.Í.

Fyrsti kjarasamningur sem gerður er á vegum R.S.Í. undirritaður í lok janúar og samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu í byrjun febrúar.

2002 : Innganga í A.S.Í.

ASÍ samþykkir inngöngu FÍS. Félagið því orðið löggildur aðili í ASÍ.

2005 : Félagið fagnar 90 ára afmæli

Félag íslenskra símamanna fagnar 90 ára afmæli sínu.