Miðvikudagur, 15. apríl 2020 |
Aðalfundi 2020 frestað
Aðalfundur sem fram átti að fara á vordögum hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Stjórnin |
Fimmtudagur, 06. febrúar 2020 |

|
Föstudagur, 07. júní 2019 |
Fimmtudaginn þann 6.júní var skrifað undir nýjan kjarasamning við Símann og dótturfélög. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun hefjast á þriðjudaginn. Kynningarfundir um kjarasamninginn verða haldnir í Ármúla og Jörfa í næstu viku. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna og fyrirkomulag kynningarfunda koma inn eftir helgi. Í meðfylgjandi skjali má sjá undirritaðan kjarasamning en hann er í takt við aðra kjarasamninga sem hafa verið gerðir undanfarið. Kauptaxtar hækka um 90.000 kr. á samningstímanum og almenn launahækkun er 68.000 kr. sem skiptist þannig 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2027 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr. Ef samningurinn verður samþykktur mun hann gilda frá 1. apríl og leiðrétt laun greiðast út um næstu mánaðarmót.
Kjarasamningur 2019
|
Miðvikudagur, 03. apríl 2019 |
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins Umræða um skýrslu stjórnar Kosningar
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.

|
Mánudagur, 23. apríl 2018 |

|
Miðvikudagur, 28. febrúar 2018 |

|
Miðvikudagur, 30. ágúst 2017 |
Breytingar á trúnaðarmönnum hjá FÍS í sumar.
Svandís Elín Kristbergsdóttir sem hefur starfað sem trúnaðarmaður í þjónustuveri Símans hefur hætt störfum og þökkum við henni fyrir gott starf fyrir félagið síðustu ár. Við munum í kjölfarið finna nýjan trúnaðarmann í hennar stað.
Einnig hafa orðið breytingar hjá JÁ hf en þar hefur Ragnheiður Lilja Guðmundsdóttir verið trúnaðarmaður undanfarin ár en nú breytt um starfsvettvang og þökkum við henni fyrir gott starf fyrir félagið síðustu árin. Hjá JÁ hf mun Sunna Sveinsdóttir taka við starfi trúnaðarmans af Ragnheiði og óskum við henni til hamingju með það og hlökkum til að vinna með henni.
Við höfum verið heppin með trúnaðarmenn sem hafa unnið óeigingjarnt starf fyrir félagið og erum við gríðalega þakklát fyrir það.
Stjórn FÍS |
Sunnudagur, 04. júní 2017 |
Árleg ferð Heldri félaga verður miðvikudaginn 28. júní. Lagt verður af stað frá Stórhöfða 31 kl 13:00. Áætlunarstaður er Borgarnes þar sem farið verður á leiksýninguna Svarti Galdur. Hún er ofin saman úr þekktum þjóðsögum sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar. Að heimsókn lokinni verður boðið upp á kaffi og veitingar á Hótel Borgarnesi. Makar að sjálfsögðu velkomnir en mikilvægt að skrá mætingu hans samhliða skráningu félagsmanns. Einnig er nauðsynlegt að skrá gsm símanúmer. Skráning hefst 12. júní og lýkur á hádegi 23. júní. Þessar ferðir hafa verið vel sóttar síðustu ár og því mikilvægt að skrá sig tímanlega til að komast að, en hámarksfjöldi í ferðina er 160 manns. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða með því að hringja í 580-5201 eða 580-5235. |
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 4 |